jebb, big 21 coming up.

Þetta góða veður er virkilega niðurdrepandi. Ef það hefði rignt alla vikuna hefði ég verið sáttur. Á svona dögum fær maður löngun til að vinna í bæjarvinnunni við slátt. Það sem gerir þetta enn verra er að nú er að koma helgi og veðrið er að versna og spáð úrkomu.

Eftir um sólarhring fer ég með fjölskyldunni norður á Strandir á Helluhelgi (lítið ættarmót). Þannig að helgin verður án efa skemmtileg. Það eina sem virðist ætla að skyggja á hana er léleg veðurspá og sú staðreynd að ég afmæli á laugardaginn. Það gerist reglulega að ég á afmæli á þessari Helluhelgi, sem er slæmt. Maður fær leið á endalausum kossum frá ættingjum sem óska manni til hamingju með afmælið.

Ég hefði ekkert á móti svona tæki í afmælisgjöf 🙂


Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *