Helgarferð, Hella við Selströnd. I. hluti

Ég fór í ágætis vinnuferð um síðustu helgi. Ég ætla mér að segja hér frá henni í löngu máli þar sem ég hef ekkert annað að skrifa um. Þetta kannski endist mér í nokkra daga.

Veðrið er frábært. Ég sit við símann í þjónustuveri Upplýsinga-og Tæknisviðs Lanspítalans. Síminn lætur lítið í sér heyra því það er föstudagur og sumar þar að auki. Portúgalar voru að falla úr HM, ekkert lát er á óvæntum úrslitum. Ég sé fram á frábæra fótbolta helgi, fulla af dramatík, gleði og sorg. Ég hringi nokkur símtöl í aðgerðarleysinu og reyni að skilja breytta heimsmynd í fótboltanum. HM var ekki það eina sem kom á óvart næstu mínúturnar. Eftir símtölin var ég á leiðinni norður á strandir, nánar tiltekið á ættaróðalið Hellu við Steingrímsfjörð, beint á móti Hólmavík. Pabbi var staddur á Hellu og einnig var von á Loga frænda til að vinna í húsinu. Þetta er furðuleg ákvörðun þar sem að ég er að fara á stað þar sem ekki næst Sýn. Loksins þegar maður getur horft á leik…

Eftir vinnu þegar ég held af stað heim virðist bíllinn ætla að svíkja mig. Hann var rétt búinn að drepa á sér vegna straumleysis. Ég slekk á ljósunum og keyri heim í fúlu skapi. Þegar ég er kominn heim prófa ég bílinn á planinu og allt virðist í lagi. Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að treysta bílnum þessa löngu og erfiðu leið. Ég ákveð að sendast með tölvuna sem ég var að strauja fyrir frænku mína og ath. hvort bíllinn hefði það af. Það gerði hann. Nú var klukkan að verða sjö og ég kominn langt á eftir áætlun. Ég tek þá „djörfu“ ákvörðun að fara á mínum 14 ára gamla Dæjara sem var með stæla fyrr um daginn. Ég rétt kemst í Ríkið fyrir lokun. Þá hringdi Smári í mig og ég varð að fara í Kópavoginn að hjálpa honum með afruglarann sinn. Ég sé fram á langt kvöld. Ég er kominn heim kl. hálf níu og þá tók við klukkutími í vinnu fyrir Sjónvarpsfélagið, stilla inn HM leiki fyrir helgina o.fl.. Þá gat ég loks farið að pakka niður og farið í búð. Ég komst úr bænum kl. hálf ellefu, fjórum tímum á eftir áætlun. Framundan var 3 til 4 tímar af keyrslu.

Framhald á morgun 🙂 Æsispennandi 🙂 Ég skil ekki hvernig nokkur nennir að lesa þetta. En ég þakka þér áhugann.

Haloscan comment:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *